RTT dáleiðsla

Hvað er RTT dáleiðslumeðferð?

RTT® er meðferð sem sameinar áhrifaríkustu reglur og tækni dáleiðslumeðferðar, NLP (Neuro Linguistic Programming), taugavísinda, sálfræði og hugræna atferlismeðferðar. Meðferðin var sett saman af heimsþekkta meðferðaraðilanum Marisa Peer fyrir meira en 30 árum síðan og er í stöðugri þróun.

RTT® leiðir þig að grunnorsök þess vandamáls sem verið er að vinna með. Meðferðferðin framkallar mikilvægar breytingar frá sálrænum, tilfinningalegum og jafnvel líkamlegum sársauka með því að afhjúpa rangar hugmyndir sem þú hefur um sjálfa þig sem þú tileinkaðir þér fyrr á ævinni. Með því að fá djúpan skilning á orsök vandamálsins og breyta grunngildum, venjum og tilfinningum djúpt í undirmeðvitundinni geturðu náð framúrskarandi árangri á skömmum tíma. Í meðferðinni færð nýja sýn til að bæta líf þitt á þeim sviðum sem þú vilt breyta.

Bak við hvert vandamál eða áskorun í lífi þínu er röng hugmynd um sjálfan þig eins og “Ég er ekki nóg. Ég er ekki verðugur. Ég á ekki skilið … það sem ég vil er ekki í boði fyrir mig. Ég er öðruvísi. Ég get ekki tengist fólkii. Ég er ekki elskuleg. Þetta er allt mér að kenna.”

RTT® er öflugt tæki og hjálpar sjálfstrausts- og sjálfsmatsvandamálum og kvíða. Það virkar líka frábærlega til að bæta minni, prófundirbúning, ræðuvandamál, svikaheilkenni (Imposter syndrome), að finna tilgang í lífinu, þyngdarstjórnunarvandamál og svo margt fleira.

Það er aðeins ein forsenda fyrir því að ná þeim árangri sem þú vilt: Viljinn til að sleppa takinu á vandamálinu, viljinn til að taka þessa ákvörðun og skuldbindingin að fylgja meðferðinni eftir. það tekur aðeins einn til þrjá tíma til að ná tilætluðum árangri og ég fylgi þér eftir allan tímann.

Hvað gerist í RTT meðferð?

Fyrir fyrsta tímann mun ég hringja í þig eða eiga fund á netinu til að ræða um hverju þú vilt breyta og til að fá frekari upplýsingar um þig.

Hver tími stendur yfir í ca. tvær klukkustundir og fer fram í aðstöðunni minni í Lífsgæðasetrinu St. Jó. Eins getur tíminn farið fram með myndsímtali ef þú vilt vera á þínu eigin heimili eða rými þar sem þér finnst þú vera öruggur. RTT í gegnum netið er líka mjög gagnlegt ef þú býrð ekki nálægt meðferðarherberginu mínu – viðskiptavinir mínir eru út um allt land.

Við munum komast að því hvað hefur valdið því vandamáli sem við erum að fást við og skoða hvernig hægt er að breyta því.

Ferlið kennir þér hvað þú hugsar og trúir um sjálfan þig og hvað orsakaði vandamálið sem þú ert að fást við. RTT kennir þér hvernig á að breyta þessum viðhorfum.

En hvernig breytir þú þessu viðhorfum?

Með því að læra mikilvægi þess sem þú segir við sjálfan þig og að það sem þú trúir skiptir máli.

Fólk segir oft við sjálft sig: „Ég er ekki nógu klár; Áhyggjur eru í genunum mínum; Ég fæ kvíðaköst þegar ég keyri; Ég hef prófað alla megrunarkúra og hef aldrei getað haldið þyngdinni.

Með því að gera þetta er heilinn þinn að styrkja það sem þú trúir.

Fólk elskar kunnugleika og þess vegna getur verið svo erfitt að breyta sínum venjum. RTT sýnir þér hvernig á að láta það sem þú vilt verða kunnuglegt.

Með því að fá aðgang að undirmeðvitundinni, þar sem allar skoðanir þínar eru, endurforritar þú huga þinn til að hugsa jákvætt og ná þeim árangri sem þú vilt.

Hvað gerist eftir RTT tímann?

Þú munt fá 20 mínútna persónulega upptöku sem þú hlustar á í 21 dag eða lengur.

Það tekur um það bil 21 dag að breyta um vana og til að ná árangri af meðferðinni er það í þínum höndum að hlusta á upptökuna hvenær sem þér hentar að minnsta kosti þessa 21 daga.

Ég heyri í þér daginn eftir meðferð þar sem ég minnir þig á hvað mun gerast á næstu 21 dagana. Á þessu tímabili geturðu sent mér tölvupóst eða hringt í mig með spurningar. Ég mun líka senda reglulega hvatningartexta til að halda þér á réttri braut.

Eftir 21 dag munum við ræða hvort þú hafir náð markmiði þínu og hvort frekari meðferð væri gagnleg.

ATH. mörg stéttafélög greða niður meðferðina