Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð
Í höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð notum við snertingu til þess að hlusta og eiga samskipti við líkamskerfi meðferðarþegans. Við stillum okkur inn og tengjumst manneskjunni í gegnum
höfuðbeina-og spjaldhryggstaktinn og lesum manneskjuna og söfnum upplýsingum sem líkaminn geymir.
Á sama hátt lesum við hin ólíku afbrigði sem höfuðbeina- og spjaldhryggs kerfið sýnir okkur.
Allar upplýsingar, jafnt stórar sem smáar, eru geymdar í líkama okkar og það eru margir samhangandi þættir sem bregðast við áreitum og viðhalda innra jafnvægi. Í meðferðinni sækjum við upplýsingar frá líkamanum, meðvituð um að heilbrigði er virkur efnisþáttur og sem hægt er að finna greinilega í gegnum hendurnar. Árangur meðferðarinnar byggist ekki síst á trausti meðferðarþegans til meðferðaraðilans til að fá sem mestar upplýsingar frá líkams kerfinu, til að geta veitt bestu leiðina til bata. Við notum ekki utanaðkomandi upplýsingar til þess, heldur leitum inn á við og leitum eftir ójafnvægi sem við finnum og opnum leið til jafnvægis.
Einföld vandamál leysast oft á 3-4 meðferðartímum á meðan flóknari og þrálátari vandamál taka lengri tíma. Í meðferðinni er verið að vinna með vandamál með því að koma á óhindruðu flæði á heila- og mænuvökvann. Það er gert með því losa um spennu í bandvefshimnum og spennu í höfuðbeinum, hrygg og spjaldhrygg og koma þannig á jafnvægi sem stuðlar að heilbrigði. Margir velja að koma reglulega til að viðhalda góðu jafnvægi og því sem hefur áunnist og til að fá góða slökun.
Ég legg alltaf áherslu á heildræna meðferð sem kemur jafnvægi á bæði líkama og huga.
Höfuðbeina-og spjaldhryggsmeðferð er fyrir fólk á öllum aldri og góð fyrir fólk með hvers kyns heilsufarsleg vandamál eins og t.d. stoðkerfisvandamál, höfuðverk, síþreytu, vefjagigt, streitu, kjálkavandamál, ofvirkni, óróleg ungabörn, sogvandamál hjá ungabörnum og ýmislegt fleira.
ATH. mörg stéttafélög greiða niður meðferðina.
