Um mig
Ég heiti Lára Sverrisdóttir, hamingjusamlega gift og á þrjú uppkomin börn. Ég er mikil hundakona og er með tvær yndislegar Silky terrier tíkur á heimilinu. Ég elska að vera úti í náttúrinni og reyni að stunda sem mest af útivist. Lengst af minni starfsævi hef ég unnið við fjármál, en ég tók þá ákvörðun að skipta algjörlega um gír eftir að ég örmagnaðist ofan á vefjagigt, sem mátti rekja til mikils vinnuálags og bílslyss. Það að skipta algjörlega um starfsvetvang er ákvörðun sem ég er svo sannarlega sátt við að hafa tekið. Eins og svo margir aðrir, þjöstnaðist ég áfram þangað til líkaminn sagði stopp. Þá kom tími sem ég þurfti að læra að hlusta á líkamann og virða mín mörk. Þetta var algjörlega nýr veruleiki fyrir mig og vinn ég í sjálfri mér alla daga og mun gera það sem eftir er. Ég er búin að nýta mér ansi mörg úrræði til að ná betri heilsu og nýt ég hvers dags með jákvæðni að leiðarljósi.
Í minni sjálfsvinnu fann ég hjá mér þörf til að hjálpa öðrum í svipaðri stöðu. Ég hóf þá nám í RTT meðferðardáleiðslu og hef lokið námi sem RTT meðferðardáleiðari. Ég er einnig búin að að læra Usui Shiki Ryoha Reiki heilun, Cranio (Höfuðbeina- og spaldhryggjarmeðferð) hjá Upledger á Íslandi og Yoga Nidra kennaranám. Allt eru þetta dásamlegar meðferðir sem hafa hjálpað mér ótrúlega mikið í minni heilsuvegferð og er þakklát að geta nýtt mína þekkingu til að hjálpa öðrum til að eignast betra líf og ég algjörlega elska að vinna með fólki. Ég legg áherslu á heildræna meðferð fyrir huga og líkama.
Ég er Cranio aðstoðarkennari hjá Upledger á Íslandi og Heilsunuddbraut FÁ. Ég er í CranioSacral félagi Íslands og RTT félagi.

Aðstaðan
Ég er með dásamlegt meðferðarherbergi á 2. hæð í Lágmúla 4 sem er gamla heilsugæslustöðin. Allir rekstaraðilar á stofunni eiga það sameiginlegt að auka lífsgæði fólks með einum eða öðrum hætti.